23.09.2009
Fjögur fræðslukvöld um kvikmyndir verða í Glerárkirkju næstu miðvikudagskvöld og er fyrsta kvöldið 30.september kl.19.00 í
safnaðarsal Glerárkirkju.Sr.Árni Svanur Daníelsson fjalla um hvernig trú og trúarstef birtast í kvikmyndum, máli sínu til stuðnings
verður hann með sýnidæmi.
18.09.2009
Messa kl.11.00.Prestur er sr.Gylfi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Mikill söngur, sögur og brúðuleikrit.
16.09.2009
Síðastliðinn sunnudag hófst vetrarstarf kirkjunnar með fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju, þar sungu meðal
annars félagar úr Kór Akureyrarkirkju og yngri barnakór kirkjunnar, einnig kom hann Lubbi í heimsókn og ræddi við börnin.
01.09.2009
Nú er að hefjast nýtt Alfa námskeið.Kynningarkvöld verður þann 15.september kl.20.00 í félagsheimili KFUM og KFUK í
Sunnuhlíð.Boðið verður upp á framhaldsnámskeið á sama tíma.
01.09.2009
Nú er skráning hafin í kóra Akureyrarkirkju.Æfingar kóranna er sem hér segir:
Yngri barnakórinn (2.-4.bekkur) æfir á fimmtudögum frá kl.15.00-16.00, eldri barnakórinn (5.
01.09.2009
Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Gylfi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
19.08.2009
Guðsþjónusta kl.20.00.Prestur er sr.Jóna Lovísa Jónsdóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
14.08.2009
Akureyrarkirkja er opin alla virka daga frá kl.10.00 - 16.00.Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst
sérstaklega á kirkjudyrunum, eins er hægt að hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.
14.08.2009
Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
14.08.2009
Við hér í Akureyrarkirkju erum nú farin að huga að fermingarfræðslu vetrarins sem hefst með ferð í Fermingarskóla
á Vestmannsvatni, dagana 13.-19.ágúst, og viljum við boða þau ungmenni sem ætla að fermast í vor til hennar.