13.12.2005
Á sunnudaginn klukkan 11 verður aðventuhátíð barnanna haldin í Akureyrarkirkju.Þar syngur Barnakór Lundarskóla og börn úr kirkjustarfi flytja helgileik.Búast má við að söngur skipi stóran sess á hátíðinni.
08.12.2005
Laugardaginn 10.desember klukkan 12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann leikur verk eftir Andrew Carter, Marcel Dupré og Naji Hakim.
30.11.2005
Fimmtudaginn 1.desember verður samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu.Óskar Pétursson syngur einsöng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar.Upplestur verður í umsjá Kristjönu Jónsdóttur og sr.
15.11.2005
Akureyrarkirkja hin nýja verður 65 ára á fimmtudaginn, en hún var vígð þann 17.nóvember 1940.Af þessu tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 20.nóvember klukkan 14.
04.11.2005
Á sunnudag, allra heilagra messu, verður messa í Akureyrarkirkju þar sem sr.Óskar H.Óskarsson þjónar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.Eftir messu verða fræðslustund og léttar veitingar í Safnaðarheimili, þar sem Hirut Beyene og Kusse Koshoso frá Konsó í Eþíópíu ræða um kristniboð og hjálparstarf.
02.11.2005
Á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.nóvember klukkan 12 leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti verk eftir Johann Sebastian Bach og Pablo Bruna.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
28.10.2005
Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt ályktun Fjárhagsnefndar þess efnis að Kirkjuráð kanni frekar rekstargrundvöll Kirkjumiðstöðvar á Akureyri, húsnæði og fleiri atriði áður en Kirkjuþing taki endanlega ákvörðun um málið.
25.10.2005
Samverustund eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3.nóvember frá kl.15-17.Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Því ekki að brosa, og Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
11.10.2005
Við messu sunnudaginn 16.október klukkan 14 verða sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti presta við Akureyrarkirkju.Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur einsöng.
11.10.2005
Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr.Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests.Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis.