06.04.2005
Kirkjulistavika 2005 verður dagana 17.-24.apríl næstkomandi og er þetta í níunda skipti sem Listvinafélag Akureyrarkirkju heldur slíka kirkju- og menningarhátíð í samvinnu við ýmsa aðila.
23.03.2005
Prestar og starfsfólk Akureyrarkirkju óska sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.Yfirlit um helgihald og aðra viðburði um páskana má finna í Dagskránni, á kirkjusíðu Morgunblaðsins, á sjónvarpsstöðinni Aksjón og hér til hægri.
17.03.2005
Allt innra starf Stúlknakórsins hefur verið mjög öflugt í gegn um tíðina og félagsstarfið skemmtilegt.Stúlkurnar hittast reglulega, ekki bara á æfingum og við messur, heldur við alls kyns skemmtanir og fjáröflunarstarfsemi.
03.03.2005
Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.mars kl.12.Á efnisskránni eru verk eftir Tarquino Merula,
Johann Sebastian Bach, Johann Jacob Froberger og Nicolaus Bruhns.
22.02.2005
Sunnudagurinn 27.febrúar býður svo sannarlega upp á mikla og fjölbreytta starfsemi í Akureyrarkirkju.Um morguninn er guðsþjónusta þar sem þrír organistar koma við sögu og sömuleiðis sunnudagaskóli, en þangað eru börn sem verða 5 ára boðin sérstaklega velkomin að þessu sinni.
15.02.2005
Steinunn Jóhannesdóttir flytur síðasta erindið um Hallgrím Pétursson að Rimum í Svarfarðardal fimmtudaginn 17.febrúar klukkan 20:30 í fyrirlestrarröðinni í samstarfi við Húsabakkaskóla.
08.02.2005
Að lokinni kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10.febrúar heldur séra Sigurður Pálsson erindi í Safnaðarheimilinu.Það nefnist "Trúarsannfæring og umburðarlyndi" og hefst um kl.
03.02.2005
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju
Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í
Akureyrarkirkju laugardaginn 5.febrúar kl.12.Á efnisskránni eru verk
eftir Charles Marie Widor og César Franck.
27.01.2005
Húsabakkaskóli í Svarfaðardal í samvinnu við Eyjafjarðarprófastsdæmi býður í febrúar upp á þrjá fyrirlestra um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana.Enginn aðgangseyrir er að fyrirlestrunum og getur fólk mætt á þá alla eða einungis þá sem það velur.
11.01.2005
Alþjóðleg samkirkuleg bænavika verður haldin á vegum trúfélaga á Akureyri 16.-23.janúar.Alþjóðleg nefnd á vegum alkirkjuráðsins og rómversk kaþólsku kirkjunnar hefur undirbúið efnið að þessu sinni í Slóvakíu.