Fréttir

Nýtt Safnaðarblað

Septembertölublað Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju er komið út.Í því er m.a.að finna yfirlit kirkju- og safnaðarstarfs fram að aðventu, viðtal við sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, myndir frá Kirkjulistaviku 2005 og frásögn af ferðalagi Æskulýðsfélagsins í sumar.

Jóna Lísa kveður söfnuðinn á sunnudag

Sunnudaginn 11.september klukkan 14 verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir kveður söfnuðinn.Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Eyþórs Inga Jónssonar.

Námskeið 3. september

Prestar, starfsfólk, sóknarnefndarfólk og áhugafólk um kirkjulegt starf er hvatt til að sækja námskeið í Glerárkirkju 3.september sem ber yfirskriftina ,,Innandyra" og stendur frá 8:30 til 18:00.

Vinaleið kynnt í Glerárkirkju

Fimmtudaginn 25.ágúst kl.17:30 ¿ 19:00 segir Þórdís Ásgeirsdóttir kennari og djákni í Mosfellsbæ frá verkefninu ,,Vinaleið" í Varmárskóla og Lágafellsskóla.Í kynningu Þórdísar segir m.

Mælt með Óskari og Sólveigu Höllu

Valnefnd í Akureyrarprestakalli ákvað á fundi sínum 16.ágúst s.l.að leggja til að séra Óskari Hafsteini Óskarssyni og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðingi verði veitt embætti presta við Akureyrarkirkju sem auglýst voru nýlega.

Dagur kærleiksþjónustunnar

Á sunnudaginn er dagur kærleiksþjónustunnar.Þá verður kvöldmessa í Akureyrarkirkju klukkan 20.30 þar sem Valgerður Valgarðsdóttir, djákni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, predikar.

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju og á Seli

Klukkan 11 sunnudaginn 14.ágúst verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju.Séra Svavar A.Jónsson þjónar en organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Kór Áskirkju á Sumartónleikum

Kór Áskirkju syngur á Sumartónleikum sunnudaginn 31.júlí, en það verða síðustu sumartónleikarnir á þessu sumri.Stjórnandi er Kári Þormar.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á Sumartónleikum

Íslensk ættjarðarlög í nýju ljósi Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika íslensk ættjarðarlög í eigin útsetninum, en þar gegnir spuni stórtu hlutverki.Á efnisskránni eru hefðbundin ættjarðarlög á borð við "Land míns föður" eftir Þórarin Guðmundsson, "Hver á sér fegra föðurland" eftir Emil Thoroddsen og þjóðsöng Íslendinga eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Hymnodia syngur á Sumartónleikum

Þriðju tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 17.júlí, kl.17 Flytjendur að þessu sinni verða; Hymnodia ¿ Kammerkór Akureyrarkirkju stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson Á efnisskrá verða kórverk eftir : Arvo Pärt, Jaakko Mäntyjärv, Josquin Despréz, Pierre Attaingnant, Thomas Jennefelt, Heinrich Poo, Sergej Rachmaninov, Marco Antonio Ingegneri, Jakob Tryggvason og Davíð Brynjar Franzson.