Fréttir

Hundrað þúsund manns í kirkjunni á síðasta ári

Gríðarlega margir lögðu leið sína í Akureyrarkirkju á síðasta ári samkvæmt nýlegri samantekt.Ríflega 36 þúsund manns tóku þátt í helgihaldi kirkjunnar, athöfnum, tónleikum og barna- og æskulýðsstarfi.

Lífleg samvera hjá eldri borgurum

Það var líf og fjör á samveru eldriborgara sl.fimmtudag og fjölbreytt dagskrá.Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, flutti erindi og fjallaði um aðbúnað og þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu.

Eldri borgarar aðstoða í guðsþjónustum

Eldri borgarar eru þátttakendur í guðsþjónustum í febrúar.Tveir félagar úr þeirra röðum taka á móti kirkjugestum, útdeila sálmabókum og lesa ritningarlestra.Sóknarnefnd Akureyrarkirkju annaðist móttöku og lestra í guðsþjónustum í janúar með góðum árangri.

Hádegistónleikar og fyrirlestur

Laugardaginn 4.febrúar kl.12 heldur Eyþór Ingi Jónsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju.Á efnisskrá tónleikanna verður verkið Es ist das Heil uns kommen her eftir Matthias Weckmann.

Barnastarfið að hefjast á ný

Barna- og unglingastarfið í Akureyrarkirkju er nú að hefjast á ný eftir jólafrí.Kirkjuprakkarar hittast miðvikudaginn 25.janúar klukkan 15.30, en þeir eru í 1.-4.bekk.Tíu til tólf ára starfið, TTT, byrjar klukkan 17 sama dag og yngri deild Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju heldur fyrsta fund sinn á nýju ári þá um kvöldið.

Áramót: Aftansöngur og hátíðarmessa

Aftansöngur verður klukkan 18 á gamlársdag.Prestur er sr.Svavar A.Jónsson, Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngur einsöng.

Fjölbreytt helgihald um jólin

Helgihaldið í Akureyrarsókn verður að venju fjölbreytt um jólin.Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju klukkan 18 á aðfangadagskvöld og síðar um kvöldið, klukkan 23.

Aðventuhátíð barnanna 18. desember

Á sunnudaginn klukkan 11 verður aðventuhátíð barnanna haldin í Akureyrarkirkju.Þar syngur Barnakór Lundarskóla og börn úr kirkjustarfi flytja helgileik.Búast má við að söngur skipi stóran sess á hátíðinni.

Hádegistónleikar og jólasöngvar

Laugardaginn 10.desember klukkan 12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann leikur verk eftir Andrew Carter, Marcel Dupré og Naji Hakim.

Á döfinni: Samvera eldri borgara og aðventukvöld

Fimmtudaginn 1.desember verður samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu.Óskar Pétursson syngur einsöng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar.Upplestur verður í umsjá Kristjönu Jónsdóttur og sr.