Fréttir

Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 10.apríl kl.20:00 verða tónleikar Stúlknakórsins í Akureyrarkirkju.Þar mun kórinn syngja ýmis lög sem æfð hafa verið í vetur, íslensk og erlend, ný og gömul.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10.apríl kl.20:00.  Sigrún Kjartansdóttir aðstandandi verður með erindið „Að missa maka og lifa án hans“.

Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju

Næstkomandi sunnudag 6.apríl heldur Kór Akureyrarkirkju kaffitónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir strax að messu lokinni eða kl.15.00.Á efnisskránni eru fjölbreytt söngatriði, létt og skemmtileg íslensk og erlend lög.

Viðtöl/próf næstu tvo þriðjudaga

Við vekjum athygli á því að næstu tvo þriðjudaga 1.og 8.apríl verða viðtöl/próf við fermingarbörnin og er því ekki hefðbundin fermingarfræðsla þessa daga.Þriðjudaginn 1.

Samvera eldri borgara fimmtudaginn 3. apríl

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3.apríl kl.15.00.Gestir samverunnar eru Ingvar Þóroddsson læknir á Kristnesi, fjallar um starfsemi Kristnesspítala fyrr og nú, og Helena Eyjólfsdóttir söngkona.

Sunnudagur 30. mars

Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl.11.00, athugið breyttan tíma.Prestur er sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.Hjalti Jónsson sér um tónlistina.Kaffisopi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagur 23. mars

Orgeltónleikar nemenda Tónskóla Þjóðkirkjunnar sem vera áttu í Akureyrarkirkju kl.10.15 falla niður.Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.

Verndum þau

Verndum þau námskeið sem vera átti í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag fimmtudaginn 20.mars fellur niður vegna veðurs.Hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.

Sunnudagur 16. mars

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.Guðmundur Ómar Guðmundsson predikar og segir frá starfi Gídeonfélagsins.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilisins fimmtudaginn 13.mars kl.20.00.  Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur verður með erindið "Áföll og streita".