12.02.2007
Messusókn árið 2006 jókst verulega miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í samantekt úr dagbók kirkjuvarða í Akureyrarkirkju. Fleiri komu í hinar hefðbundnu ellefu messur á síðasta ári en árið þar á undan.
09.02.2007
Biblíudagurinn er nú næsta sunnudag, 11.febrúar.Guðsþjónusta verður í kapellunni kl.11 um morgunninn og á sama tíma er sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.Um kvöldið verður guðsþjónusta þar sem Stúlknakórinn leiðir söng undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
31.01.2007
Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar, söngstjóra og organista við Akureyrarkirkju.Jakob var skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri 1950-1974 og jafnframt kennari við skólann.
26.01.2007
Vímulaus æska á Akureyri er stuðningshópur fyrir foreldra sem eiga ungmenni í vímuefnavanda.Hópurinn hittist á mánudagskvöldum frá kl.20 -22 í Akureyrarkirkju en prestarnir hafa umsjón með fundunum.
26.01.2007
Mikill söngur, líf og fjör verður í fjölskylduguðsþjónustunni næsta sunnudag.Að venju munu barnakórarar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
11.01.2007
Á sunnudaginn verður helgistund í kirkjunni kl.11. Kór Akureyrarkirkju leiðir söng. Kiwanismenn lesa ritningarlestra. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.
10.01.2007
Óvenju mikið fjölmenni heimsótti Akureyrarkirkju nú í desember. Hátt á fjórða þúsund manns tók þátt í hefðbundnu helgihaldi kirkjunnar á aðventu og um jól. Við skírnir, hjónavígslur og útfarir í desember voru ríflega 2500 manns og við bætast svo heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna en þær töldu alls 700 nemendur.
27.12.2006
Aftansöngur verður í Akureyrarkirkju kl.18 á gamlársdag. Kór Akureyrarkirkju syngur. Sverrir Pálsson les ritningarlestra. Organisti verður Arnór B.Vilbergsson og prestur sr.
19.12.2006
Messuhald í Akureyrarsókn um jólin verður sem hér segir: Aftansöngur á aðfangadag kl.18. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Prestur: Sr.
11.12.2006
Sunnudaginn 17.desember, þriðja sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð fjölskyldunnar í kirkjunni kl.11. Mikill söngur og mikil jólastemning. Barnakór og Drengjakór Akureyrarkirkju syngja ásamt Kór Lundarskóla.