Fréttir

Emmausför hefst 9. mars

Námkeiðið Emmaus hefst í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9.mars.Kjörið tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka þekkingu sína og kynnast kristinni trú frá nýju sjónarhorni.

Föstuvaka á miðvikudagskvöld

Árleg föstuvaka verður í Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 8.mars kl.20.30.Lesnir verða textar frá ólíkum tímum í anda föstunnar og einnig er Litanían sungin.Kór Akureyrarkirkju leiðir söng og Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, syngur einsöng.

Gunnar Hersveinn flytur erindi

Rithöfundurinn og heimspekingurinn Gunnar Hersveinn flytur erindi í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, þriðjudag, kl.20.Erindið ber yfirskriftina ,,Uppeldi og dyggðir" og að því loknu verða almennar umræður og fyrirspurnir.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 3.mars 2006

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim.Hann var fyrst haldinn árið 1887 og síðan 1964 hefur hann verið haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Hæfileikakeppni ÆFAK

Enginn er góður í öllu, en allir eru góðir í einhverju! Í gærkvöldi hittust unglingarnir í æskulýðsfélagi kirkjunnar á hæfileikakvöldi félagsins.Guð gefur okkur öllum hæfileika á einhverju sviði.

Karíus og Baktus í kirkju!!!

TTT var í öskudagsbúning í gær.Í stað sr.Höllu og Ölmu æskulýðsleiðtoga voru þau Tóta trúður og Grísli mætt á svæðið og tóku á móti hinum ýmsu fígúrum sem mættu í barna- og unglingastarfið.

Emmausfarar hittast á fimmtudögum í mars

Emmaus er heiti á námskeiði sem haldið verður í Akureyrarkirkju nú í mars.Um er að ræða fjögurra kvölda námskeið þar sem manneskjan og samfélag hennar við Guð er í brennidepli.

Fjölbreytt dagskrá kirkjuviku framundan

Kirkjuvika hefst á æskulýðsdaginn, nk.sunnudag, með guðsþjónustu kl.11.Þar koma fram framhaldsskólakórar víðs vegar að af landinu ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og Hildi Völu ,,Idolstjörnu".

Glefsað um föstuna

Það styttist í hina eiginlegu föstu kirkjuársins, lönguföstu sem hefst á öskudag.Fyrir nokkru hófst lestur Passíusálma sr.Hallgríms í útvarpinu.Segja má að lesturinn sé eini fasti punkturinn í tilverunni sem minnir okkur á föstutímann, fyrir utan auðvitað helgihald kirkjunnar sem tekur mið af hverri tíð kirkjuársins.

Inngangur föstunnar

Næsti sunnudagur markar svokallaðan inngang föstunnar í kirkjuárinu.Í framhaldinu hefst hin eiginlega fasta, sjöviknafasta eða langafasta, nánar tiltekið með öskudegi.Frá þeim degi eru fjörtíu dagar til páska.