17.09.2006
Sunnudaginn 24.september kl.20:30 verður Kvöldmessa með léttri tónlist í kirkjunni. Notaleg samvera, mikill almennur söngur, Stúlknakór Akureyrarkirkju, kaffi, djús og kex í Safnaðarheimilinu á eftir.
12.09.2006
Sunnudaginn 17.september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með fjölskylduguðsþjónustu kl.11. Börn fá afhentar kirkjubækur fyrir sunnudagaskólann. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta.
04.09.2006
Nú styttist í að vetrarstarfið í kirkjunni komist í fullan gang en segja má að það hefjist formlega með fjölskylduguðsþjónustu og opnu húsi í safnaðarheimilinu sunnudaginn 17.
17.08.2006
Föstudaginn 18.ágúst er öllum börnum sem fermdust sl.vor boðið í skemmtiferð til Húsavíkur. Komið verður við á áhugaverðum stöðum, farið í sund, leiki og borðaðar pizzur.
15.08.2006
Í næstu viku hefjast fermingarstörfin í Akureyrarkirkju. Að þessu sinni hefjast þau með námskeiðum á Vestmannsvatni þar sem gist verður eina nótt. Lagt verður af stað seinnipart dags og komið um kvöldið daginn eftir.
15.08.2006
Næsta sunnudag, sem er tíundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður guðsþjónusta kl.11. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn. Organisti er Arnór B.Vilbergsson og prestur sr.
27.07.2006
Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30.júlí kl.17Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, þá eru þeir líka hinir eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987.
17.07.2006
Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 23.júlí kl.17.Flytjandi að þessu sinni er orgelleikarinn Guðný Einarsdóttir.
11.07.2006
Þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 16.júlí kl.17.Að þessi sinni verða flytjendur Kammerkórinn Schola Cantorum og stjórnandi hans Hörður Áskelsson, Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló.
10.07.2006
Kvöldguðsþjónusta verður sunnudaginn 16.júlí kl.20:30. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn. Prestur er sr.Svavar A.Jónsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson.