Fréttir

Guðsþjónusta 10. júní

Sunnudaginn 10.júní verður guðsþjónusta kl.11.00.  Prestur er sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Arnór B.Vilbergsson.Kvöldkirkja: Helgistund kl.

Fimmtudagur 7. júní

Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.12.00.

Mánudagur 4.júní

Vímulaus æska.  Díana Ósk Óskarsdóttir, vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsum, verður til viðtals.  Tímapantanir í síma 891 9014.  Fundur með foreldrum barna og unglinga sem eiga í vímuefnavanda hefst kl.

Guðsþjónusta 3. júní - sjómannadagurinn

Sjómannamessa kl.11.00.Sr.Svavar A.Jónsson.Sjómenn aðstoða í messunni.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti: Arnór B.Vilbergsson.Kvöldkirkjan: Helgistund kl.20.

Kvöldkirkja

Kvöldkirkjan hefst aftur föstudaginn 1.júní  og er opin alla virka daga frá kl 17.00 - 22.00, nema miðvikudaga til kl.20.30.Sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282.

Hvítasunna

Nú um hvítasunnuhelgina verða síðustu fermingarathafnir ársins í Akureyrarkirkju.  Sú fyrri verður á laugardeginum 26.maí kl.10:30 og hin síðari á hvítasunnudag á sama tíma.

Drengjakór Niðarósdómkirkju syngur í guðsþjónustu á sunnudaginn.

Sunnudaginn 20.maí er guðsþjónusta kl.11.00.Barn verður borið til skírnar og Ármann Óli Halldórsson fermdur.Prestur er sr.Svavar A.Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng og organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Messa á uppstigningardag, 17. maí

Hátíðarmessa verður á uppstigningardag, 17.maí kl.14.  Kór eldri borgara leiðir sönginn.  Meðhjálpari, Birgir Styrmisson, og prestur, sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson, flytja samtalsprédikun.

Guðsþjónusta 13. maí - mæðradagurinn

Sunnudaginn 13.maí, sem er mæðradagurinn, verður guðsþjónusta kl.11.  Kvennakór Akureyrar syngur.  Organisti:  Arnór B.Vilbergsson og prestur sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Kirkjulistavika 2007

Dagana 28.apríl- 6.maí næstkomandi verður Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju.  Þetta er í 10.  skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, en hátíðin hefur verið  haldin annað hvert ár frá árinu 1989.