Fréttir

Hundrað ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar

Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar, söngstjóra og organista við Akureyrarkirkju.Jakob var skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri 1950-1974 og jafnframt kennari við skólann.

Vímulaus æska- áfengis- og vímuefnaráðgjafi í heimsókn

Vímulaus æska á Akureyri er stuðningshópur fyrir foreldra sem eiga ungmenni í vímuefnavanda.Hópurinn hittist á mánudagskvöldum frá kl.20 -22 í Akureyrarkirkju en prestarnir hafa umsjón með fundunum.

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

Mikill söngur, líf og fjör verður í fjölskylduguðsþjónustunni næsta sunnudag.Að venju munu barnakórarar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.

Helgistund og kvöldmessa með Stúlknakórnum

Á sunnudaginn verður helgistund í kirkjunni kl.11.  Kór Akureyrarkirkju leiðir söng.  Kiwanismenn lesa ritningarlestra.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.

6400 manns í kirkju í desember

Óvenju mikið fjölmenni heimsótti Akureyrarkirkju nú í desember. Hátt á fjórða þúsund manns tók þátt í hefðbundnu helgihaldi kirkjunnar á aðventu og um jól.  Við skírnir, hjónavígslur og útfarir í desember voru ríflega 2500 manns og við bætast svo heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna en þær töldu alls 700 nemendur.

Gamla árið kvatt og nýju heilsað

Aftansöngur verður í Akureyrarkirkju kl.18 á gamlársdag.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Sverrir Pálsson les ritningarlestra.  Organisti verður Arnór B.Vilbergsson og prestur sr.

Helgihaldið um jólin

Messuhald í Akureyrarsókn um jólin verður sem hér segir:  Aftansöngur á aðfangadag kl.18.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Organisti:  Eyþór Ingi Jónsson.  Prestur:  Sr.

Aðventuhátíð og Jólasöngvar

Sunnudaginn 17.desember, þriðja sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð fjölskyldunnar í kirkjunni kl.11.  Mikill söngur og mikil jólastemning. Barnakór og Drengjakór Akureyrarkirkju syngja ásamt Kór Lundarskóla.

Trúarlampann tendra þinn

Aðventan hófst 3.desember sl.og markar upphaf nýs kirkjuárs.  Orðið aðventa merkir koma.  Þá undirbúum við komu jólanna, fæðingarhátíð frelsarans.  Aðventa er jólafasta.

Annar sunnudagur í aðventu

Þann 10.desember verður guðsþjónusta kl.11.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Sunnudagaskóli á sama tíma í Safnaðarheimilinu.