Fréttir

Eyþór spilar verk eftir Bach og Bruna

Á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.nóvember klukkan 12 leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti verk eftir Johann Sebastian Bach og Pablo Bruna.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hugmyndir um Kirkjumiðstöð verði skoðaðar betur

Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt ályktun Fjárhagsnefndar þess efnis að Kirkjuráð kanni frekar rekstargrundvöll Kirkjumiðstöðvar á Akureyri, húsnæði og fleiri atriði áður en Kirkjuþing taki endanlega ákvörðun um málið.

Sr. Birgir les úr bók sinni 3. nóvember

Samverustund eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3.nóvember frá kl.15-17.Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Því ekki að brosa, og Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Nýir prestar settir inn í embætti á sunnudag

Við messu sunnudaginn 16.október klukkan 14 verða sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti presta við Akureyrarkirkju.Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur einsöng.

Fullorðinsfræðsla og lofgjörðarstundir í október og nóvember

Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr.Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests.Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis.

Leikritið Kamilla og þjófurinn sýnt á sunnudaginn

Stoppleikhópurinn sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Kamilla og þjófurinn, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju klukkan 11 sunnudaginn 9.október.Allir eru velkomnir.Leikgerð Stoppleikhópsins er byggð á þekktri sögu eftir Kari Vinje en Valgeir Skagfjörð er höfundur tónlistar og söngtexta.

Fermingarfræðsla og fermingardagar 2006

Fermingarfræðslan er nú í þann mund að hefjast.Nemendum er skipt í þrjá hópa eins og undanfarna vetur.Í hópi 1 eru nemendur Oddeyrarskóla og 8.B Brekkuskóla, í hópi 2 væntanleg fermingarbörn úr Lundarskóla og í hópi 3 eru nemendur úr 8.

Opið hús fyrir eldri borgara á fimmtudag

Fimmtudaginn 6.október klukkan 15 verður opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Ræðumaður er séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Unnur Helga Möller syngur einsöng.

Vetrarstarfið hefst á sunnudag

Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst formlega nú á sunnudaginn með fjölskylduguðsþjónustu klukkan 11.Milli klukkan 12 og 13 verður síðan opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og starfsemi kirkjunnar kynnt.

Sólveig Halla vígð til þjónustu við Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 18.september kl.14 var vígsluathöfn í Hóladómkirkju.Þá vígði Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðing til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju.