Fréttir

Börn og bangsar

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 26.október, kl.11.00.Öll börn er hvött til að koma með besta bangsann sinn.Halla segir frá Sakkeusi sem eignast nýjan vin.

Fermingarfræðsla

Í dag, þriðjudaginn 21.október, kl.15.00 koma tveir gestir frá Úganda í heimsókn í fermingarfræðslutíma og viljum við bjóða fermingarbörnum í Lundarskóla, Oddeyrarskóla og Brekkuskóla að koma og hitta þá.

Skráning fermingarbarna

Við viljum verkja athygli á að síðasti skráningardagur fermingarbarna er mánudagurinn 20.október.Nánari upplýsingar í síma 462-7700, milli kl.9.00 og 13.00 virka daga, eða á netfangið akirkja@akirkja.

Guðsþjónusta og barnastarf, sunnudaginn 19. október kl. 11.00

Hvar er fjársjóðurinn ? Í barnastarfinu hafa börnin reglulega kíkt í fjársjóðskistu kirkjunnar og er þar ýmislegt að finna. Á ,,fjársjóðskorti” sem fannst um daginn var þetta vers: Hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Sunnudagurinn 12. október

Næstkomandi sunnudag, 12.október, er Guðsþjónusta í kapellu Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Sálarstaldur

Sálarstaldur í Kirkjubæ við Ráðhústorg alla föstudaga kl.12.00.Í dag, 10.október, verður Hannes Örn Blandon með innlegg.

Guðsþjónusta

Næstkomandi sunnudag, 5.október, verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Þar verður mikill söngur, sungnir verða sálmar nr.214a, 540, 198, 485, 26 og mun Kór Akureyrarkirkju syngja Miskunnarbæ eftir Couperin og Hallelúja eftir Erbach, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Opið hús fyrir eldri borgara

Á morgun fimmtudaginn 2.október kl.15.00 verður fyrsta opna hús vetrarins fyrir eldri borgara.Gestir að þessu sinni eru þau Hilda Torfadóttir og Haukur Ágústsson, kennarar.

Samkirkjumál rædd á opnum fundi í Glerárkirkju

Á miðvikudagskvöldum í október og nóvember verða opnir fundir í Glerárkirkju þar sem fulltrúar kirkjudeildanna á Akureyri ræða samkirkjumál.Tilefni fræðslukvöldanna er að árið 2001 undirrituðu fulltrúar kirkna í Evrópu skjal sem ber titilinn Charta oecumenica og hefur nú einnig verið gefið út á íslensku.

Mömmumorgnar

Opið hús fyrir foreldra ungra barna, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, alla miðvikudagsmorgna frá kl.9.30 til 11.30.Yfir veturinn hittast foreldrar með börn sín, fá sér kaffi eða te, hitta aðra foreldra og spjalla.