Fréttir

Gjöf til Ljósberasjóðsins

Ljósberasjóðnum hefur borist 250 þúsund króna gjöf frá Kór Akureyrarkirkju, og þökkum við kórnum kærlega fyrir.

Fjáröflunartónleikar

Þriðjudaginn 16.desember kl.20.30 stendur Björg Þórhallsdóttir fyrir fjáröflunartónleikum fyrir líknarsjóðinn Ljósberann.Sjóðurinn er minningarsjóður séra Þórhalls Höskuldssonar.

Sunnudagurinn 14. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Þar syngja barnakórar kirkjunnar undir stjórn Heimis Bjarna Ingimarssonar.Kór Lundarskóla, undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur, kemur og syngur fyrir okkur.

Kveðja frá vinasöfnuði okkar í Bochum í Þýskalandi

Opið bréf til safnaðar Akureyrarkirkju og vina á Íslandi.Fréttir af vaxandi neyð hjá ykkur valda okkur miklum áhyggjum.Margar spurningar kvikna og okkur er brugðið.Það blómlega Ísland sem við þekkjum og urðum ástfangin af gæti sogast niður í hringiðu hálf löglegra og hálf glæpsamlegra fjármálagjörninga fárra manna sem störfuðu bæði innanlands og erlendis.

Opið hús hjá Samhygð

Næstkomandi fimmtudag, 11.desember kl.20.00, verður opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.Skúli Viðar Lórenzson flytur erindið ,, Streitan, kærleikurinn og jólin".

Sunnudagurinn 7. desember, 2. sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Hymnodia í hátíðarskapi

Kammerkórinn Hymnodia heldur jólatónleika í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 4.desember kl.20.00.Kórinn flytur skemmtilega jólatónlist sem allir þekkja.Einsöngvarar koma úr kórnum og munu þeir Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson, sem spilar á orgel og sembal, leika með kórnum.

Sunnudagurinn 30. nóvember, 1. sunnudagur í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Þá fáum við heimsókn frá brúðuleikhúsi, Bernd Ogrodnik ætlar að koma og sýna okkur leiksýninguna, "Pönnukakan hennar Grýlu", en það er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við.

Mánudagar gegn mæðu

Fimmta og síðasta samveran í röðinni, "Mánudagar gegn mæðu", verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, mánudaginn 24.nóvember kl.20.00.Að þessu sinni mun Dr.Björg Bjarnadóttir, sálfræðingur, tala um vonina.

Fyrsta plata Hymnodiu komin út

Loksins er komið að því! Fyrsta plata Hymnodiu er komin út! Fyrstu viðtökur lofa mjög góðu.Platan þykir fyrsta flokks bæði hið innra og ytra.Henni verður dreift í verslanir á næstu dögum en einnig er hægt að panta eintak með því að senda póst á netfangið hymnodia@akirkja.