Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00

Næstkomandi sunnudag, 21.september, hefst vetrarstarfið í Akureyrarkirkju með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00.Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Samhygð - opið hús

Fyrsta opna hús Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, veturinn 2008-2009 hefst í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11.september kl.20.00.Kaffi og spjall, allir hjartanlega velkomnir.

Kórastarfið að hefjast

Nú fer kórastarfið að hefjast og stendur skráning yfir þessa dagana.Í Kór Akureyrarkirkju er 60 manns á öllum aldri og í Stúlknakór Akureyrarkirkju eru 45 stúlkur á aldrinum 13 - 20 ára, Eyþór Ingi Jónsson, organisti, er stjórnandi kóranna og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá honum með því að senda póst á netfangið eythor@akirkja.

Sr. Óskar Hafsteinn í námsleyfi

Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur, hefur nú haldið vestur um haf ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann og kona hans, Elín Una, munu stunda nám næsta vetur, verður hann því í námsleyfi til næsta sumars og mun sr.

Lokað vegna endurbóta

Þessa dagana standa yfir endurbætur á Akureyrarkirkju, verið er að mála alla kirkjuna að innan, skipta um hljóðkerfi í húsinu og lagfæra og endurbæta lýsingu.Kirkjan verður því lokuð til 20.

12-spora starf

Kynningarfundur á 12-spora starfinu verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 10.september og þriðjudagskvöldið 16.september kl.20.00.Hópastarfið hefst síðan miðvikudagskvöldið 17.

,,Fjölbreytnin er sæt

Á Akureyrarvöku munu nokkrir söfnuðir taka þátt í sameiginlegri helgistund við Kirkjubæ kl.14.00.Söngur verður í umsjá Hjálpræðishersins, félaga úr Fíladelfíu og félaga úr Kórs Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar.

Fermingarfræðsla

Þessa dagana eru ungmenni úr Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla að hefja fermingarfræðsluna með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni.Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.

Tónleikar kl. 20.00

Næstkomandi föstudagskvöld verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem fram koma þau Margrét Brynjarsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson, en þau eru búsett í Svíþjóð um þessar mundir þar sem þau stunda nám í tónlist.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan hefst með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni.Farið er í þremur hópum og gistir hver hópur eina nótt.Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.