Fréttir

Sunnudagur 23. desember, Þorláksmessa

Guðsþjónusta kl.11.00.Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Vígsla kapellu Sjúkrahússins á Akureyri

Föstudaginn 14.desember kl.10.30 mun sr.Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Hólastiftis vígja kapellu Sjúkrahússins á Akureyri.Athöfnin er öllum opin.  Að henni lokinni gefst kostur á að skoða kapelluna, muni hennar og aðstöðu trúarlegrar þjónustu.

Sunnudagur 16. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna kl.11.00.  Kór Lundarskóla og barnakórar Akureyrarkirkju syngja.  Biblíusaga, brúðuleikhús og sunnudagaskólalögin.  Kakó og piparkökur í Safnaðarheimilinu að hátíð lokinni.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús kl.20.00 hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð.  Gestur fundarins verður Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, með erindið "Sorg í birtu jóla".

Sunnudagur 9. desember, 2. sunnudagur í aðventu

"Betlehem í brasi"   Aðventuguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00 með þátttöku sunnudagaskólabarna.  Leikhópur úr Brekkuskóla syngu lög úr söngleiknum "Kraftaverk á Betlehemstræti".

Tónleikar

Tónleikar Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jónssonar sem vera áttu fimmtudaginn 6.desember, falla niður.

Opið hús fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 6.desember frá kl.15.00 er opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Gestur fundarins er Bjarni Guðleifsson.Björg Þórhallsdóttir flytur hugljúfa jóla og aðventutónlist.

Sunnudagur 2. desember, 1. sunnudagur í aðventu

Messa kl.11.00.  Sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.  Súpa og brauð á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir messuna.

Laugardagur 1. desember

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn.  Blysför leggur af stað frá Ráðhústorgi kl.18.00, gengið verður upp í Akureyrarkirkju.Abendmusiken í Akureyrarkirkju kl.20.00.  Kvöldtónleikar að hætti Lübeckbúa um aldamótin 1700.

Fimmtudagur 29. nóvember

Jólatónleikar kl.20.00.  KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja mörg af okkar ástsælustu jólalögum, ásamt því að seilast í lög úr lagasjóði sínum.  Miða á tónleikana er hægt að nálgast á midi.