Fréttir

Opið hús hjá Samhygð í kvöld

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð,  í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld kl.20.00.Fyrirlesari er Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, með erindið  "Stuðningshópur aðstandenda".

Óskalagatónleikar

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, heldur sína árlegu óskalagatónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6.apríl kl.17.00.Eyþór hefur valið fjölbreytta tónlist úr miklum fjölda óskalaga sem honum hafa borist.

Messa og sunnudagaskóli

Messa kl.11.00.  Sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða við messuna.  Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur á fiðlu.  Allur Kór Akureyrarkirkju syngur, frumfluttur verður sálmur eftir Hauk Ágústsson.

Vorferð eldri borgara

Vorferð eldri borgara verður farin fimmtudaginn 3.aprílog lagt af stað frá Akureyrarkirkju kl.14.30.Ekið fram í Eyjafjörð, komið við í Munkaþverárkirkju þar sem sr.Hannes Örn Blandon tekur á móti hópnum.

Guðsþjónusta með sálmum sr. Valdimars - og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 30.mars verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.  Sungnir verða sálmar sr.Valdimars Briem við 19.aldar lög.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.

Æðruleysismessa og myndasýning

Æðruleysismessa verður á sunnudaginn kl.20.  Eiríkur Bóasson, Stefán Ingólfsson og Inga Eydal leiða sönginn.  Kaffisopi og myndasýning frá Kanaríferð í Safnaðarheimilinu á eftir.

Tónleikar, annar í páskum

Víðþekktur rússneskur kór TRETYAKOV syngur á Akureyri annan í páskum, 24.mars n.k.  Það er einstakt tækifæri, sem þarna býðst, að hlýða á óviðjafnanlegan rússneskan söng.

Dagskrá Akureyrarkirkju um páskana

Fimmtudagurinn 20.mars, skírdagur Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.12.00.Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Kvöldmessa kl.20.00.  Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Endurminning síðustu kvöldmáltíðarinnar.

lok kirkjuviku

Sunnudagaskóli í kapellu kl.11.00.Hátíðarmessa kl.14.00.  Predikun: Jóna Lovísa Jónsdóttir.  Óskar Pétursson syngur.  Allur Kór Akureyrarkirkju syngur, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Kirkja og skóli

Laugardaginn 8.mars fer fram málþing í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst það kl.13.30, yfirskrift þess er " Kirkja og skóli". .