Fréttir

Barnakórar

Fimmtudaginn 6.september hefst vetrarstarf Barnakóra Akureyrarkirkju, börn sem eru í 2.- 4.bekk mæta kl.15.00 og börn sem eru í 5.- 7.bekk mæta kl.16.00.  Allir velkomnir.

Kórar Akureyrarkirkju

Skráning nýrra félaga í kóra Akureyrarkirkju er hafin. Í yngri barnakór eru stelpur og strákar úr 2.-4.bekk, en í eldir barnakór eru stelpur og strákar úr 5.-7.bekk.  Barnakórarnir taka virkan þátt í helgishaldi kirkjunnar auk þess sem þeir koma fram við ýmis tækifæri utan kirkjunnar.

Sunnudagur 2. september

Kvöldmessa kl.20.  Sr.Svavar A.Jónsson.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Kirkjur Íslands

Miðvikudaginn 29.ágúst kl.20.00 verður opnuð sýningin Kirkjur Íslands í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, tilefnið er útkoma binda 9 og 10 í ritröðinni Kirkjur Íslands.

Sunnudagur 26. ágúst

Messa kl.11.00.  Prestur er sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Kvöldkirkjan:  Síðasta helgistund kvöldkirkjunnar kl.

Laugardagur 25. ágúst

Í tilefni að Akureyrarvöku bjóðum við uppá kaffi og kex í anddyri kirkjunnar frá kl.15.00 - 18.00 og frá kl.20.00 - 22.00.  Allir velkomnir.

Tónleikar í Akureyrarkirkju

Hinn heimsþekkti sönghópur The Yale Whiffenpoofs heldur tónleika í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21.ágúst kl 20.  Þessi 14 manna sönghópur, sem eingöngu er skipaður körlum, mun syngja pop, Motown, jazz og þjóðlög svo eitthvað sé nefnt.

Sunnudagur 19. ágúst

Kvöldkirkjan:  Kvöldmessa kl.20.  Prestur er sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.  Arnbjörg Jónsdóttir syngur og leiðir söng.  Eigum notalega stund í kirkjunni, allir velkomnir.

Sunnudagur 19. ágúst

Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju.  Sunnudaginn 19.ágúst munu prestar og Kór Akureyrarkirkju taka þátt í Hátíðarmessu á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju.  Sr.Jón Dalbú Hróbjartsson, sr.

Sunnudagur 12.ágúst

Messa kl.11.00.  Sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Arnór B.Vilbergsson.Guðsþjónusta á Hlíð kl.16.00.  Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.