Fréttir

Happadrætti Kórs Akureyrarkirkju

Vinningaskrá í happadrætti Kórs Akureyrarkirkju má finna hér.Við óskum vinningshöfum til hamingju.

Sunnudagur 6. maí

Hljóðfæramessa í Akureyarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Kaldo Kiis leikur á básúnu.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

"Það búa litlir dvergar"

Tónleikar fyrir börn í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 3.maí kl.15.00.Eyrún Unnarsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hafa sett saman skemmtilega barnatónleika.

Fermingar vorið 2013

Fundur með fermingarbörnum (árg.1999) vorið 2013 og foreldrum þeirra verður haldinn í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 9.maí kl.20.00.Á þessum fundi verða fermingardagarnir kynntir, tekið verður við skráningu (skráningarblöð verða á staðnum) og kynnt verður starf vetrarins 2012-2013.

Sunnudagur 29. apríl

Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju kl.11.00.Lára Ósk Viðarsdóttir úr ÆFAK-æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju syngur.Þórkatla Haraldsdóttir og Hildur Dórótea Þórðardóttir, einnig úr ÆFAK syngja og spila undir í almennum söng.

Sunnudagur 22. apríl

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 22.apríl kl.12.00 eða strax að guðsþjónustu lokinni.Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

Sunnudagur 15. apríl

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Kynning á vinasöfnuði okkar í Kenía.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í Safnaðarheimilinu kl.20.00.Umræðuefni "ástvinamissir".Allir hjartanlega velkomnir.Kaffi og spjall.Stjórn Samhygðar.

Páskar í Akureyrarkirkju

Skírdagur 5.apríl Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.12.00.Molasopi í Safnaðarheimilinu eftir stundina.Föstudagurinn langi 6.apríl Kyrrðarstund við krossinn kl.21.00.Prestur er sr.